Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 28. júní 2017 09:00
Þórarinn Jónas Ásgeirsson
Perez: Erfitt að finna pláss fyrir Mbappe
Florentino Perez hefur miklar mætur á Mbappe
Florentino Perez hefur miklar mætur á Mbappe
Mynd: Getty Images
Kylian Mbappe
Kylian Mbappe
Mynd: Getty Images
Florentino Perez, forseti Real Madrid, viðurkennir að Kylian Mbappe sé á ratsjá þjálfarans Zinedine Zidane en segir jafnframt að það sé erfitt fyrir hann að finna stað fyrir hann í liðinu.

Þessi 18 ára gamli strákur hefur verið orðaður við öll helstu félög Evrópu í allt sumar eftir frábært tímabil með Monaco bæði í deildinni og Meistaradeildinni. Perez sagði sjálfur í síðustu viku að Mbappe myndi verða einn af þeim bestu.

Fréttir frá Spáni hafa keppst um það að orða hina og þessa stórstjörnuna í burtu frá Real til þess að búa til pláss fyrir Frakkann unga. Karim Benzema, Cristiano Ronaldo og Gareth Bale hafa allir verið orðaðir í burtu frá félaginu og það þykir nokkuð ljóst að ef af því verður að einhver þeirra yfirgefur félagið opnast dyr fyrir Mbappe.

Þrátt fyrir að Perez hafi miklar mætur á stráknum telur hann að félagaskiptin í kringum hann gætu orðið mjög flókin.

„Mbappe er frábær leikmaður. Þessar kringumstæður minna mig á þegar allir sögðu okkur að kaupa Paul Pogba frá Juventus," sagði Perez í samtali við esRadio.

„Sumarið er langt og strangt. Zidane þekkir hann og hefur verið náinn honum í nokkur ár. Það eru ekki margir leikmenn sem spila fyrir Real Madrid þegar þeir eru 18 ára. Zidane hefur hann í huga.


Athugasemdir
banner
banner
banner