Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 28. júní 2017 15:00
Arnar Daði Arnarsson
Hin hliðin - Gunnar Örvar Stefánsson (Þór)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Í dag er komið að því að sóknarmaður Þórs frá Akureyri í Inkasso-deildinni, Gunnar Örvar Stefánsson sýni á sér hina hliðina.

Gunnar Örvar var markahæsti leikmaður Inkasso-deildarinnar sumarið 2016, með fjórtán mörk. Jafn mörg mörk og Alexander Veigar Þórarinsson.

Fullt nafn: Gunnar Örvar Stefánsson.

Gælunafn sem þú þolir ekki: Görvar er óþolandi.

Aldur: 23.

Hjúskaparstaða: Pikkfastur.

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: Fyrsti mótsleikurinn var 2012 með KA.

Uppáhalds drykkur: Orka.

Uppáhalds matsölustaður: Múrti vinur minn á Indian Curry Hut klikkar aldrei.

Hvernig bíl áttu:  Keyri um á Suzuki Swift.

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Get horft endalaust á It's Always sunny in Philadelphia og The King of Queens.

Uppáhalds tónlistarmaður: 50 Cent árið 2005.

Uppáhalds samskiptamiðill: Snapchat.

Skemmtilegasti "vinur" þinn á Snapchat: Heiddis Ros celebrity Mua veitir mér mikið inspiration.

Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Jarðaber, snickers, daim og hlaup.

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: Til hamingju! Frelsi er virkt á númerinu tínu. Tú getur fylgst með frelsinu í Vodafone appinu. kveðja,Vodafone.

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Ég hef skipt á milli Þór og KA svo ég kannski útiloka ekki neitt.

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Þórarinn Stefánsson, ómögulegt að ná af honum boltanum, því miður tók Bakkus öll völd og hann þurfti að leggja skóna á hilluna.

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt:  Ármann Pétur Ævarsson.

Sætasti sigurinn: Úrslitaleikur íslandsmótsins í 4. flokki með Haukum, unnum HK 1-0. Minn eini alvöru titill á ferlinum.

Mestu vonbrigðin: Held að bikarleikurinn við Ægi núna í maí sé frekar ofarlega á þessum lista.

Uppáhalds lið í enska: Liverpool.

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Óskar Örn Hauksson.

Fyrsta verk ef þú yrðir formaður KSÍ: Leyfa áhorfendum að sturta í sig 1-2 köldum á meðan leik stendur.

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Aron Birkir Stefánsson.

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Magnús Pálsson.

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Dóra María Lárusdóttir.

Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Það er mjög sjaldgæft að sjá mynd á insta sem Gauti Gautason er ekki búinn að like-a.

Uppáhalds staður á Íslandi: Þar sem ég kemst í góðan tungusófa er ég nokkuð sáttur.

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Vorum að spila við Val í 2. flokki á Vodafone vellinum, 2-0 undir á 90. mín og Þórarinn Stefánsson ákveður að skutla sér og verja boltann með höndum þegar hann er á leiðinni langt framhjá og fékk verðskuldað rautt spjald. Egill Sigfússon, markmaður og núverandi fréttaritari Fótbolta.net, gjörsamlega tryllist við þessa ákvörðun dómarans og neitar að fara í markið svo Valsmenn geti tekið vítið, dómarinn skipar Agli að koma sér í markið og Egill svarar: 'Ég kem mér í markið ef þú hættir að dæma eins og helvítis aumingi!' - Fyrir þessi ummæli fær Egill rautt spjald og ekki róaðist hann við það heldur rífur hann sig úr treyjunni, kastar henni í jörðina og gengur ber að ofan út af vellinum.

Hvað er það fyrsta sem þú gerir þegar þú vaknar: Lem eins fast og ég get á snooze takkann.

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Lítið sem ekkert.

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Nike superfly.

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Aldrei verið mikill stærðfræðingur.

Uppáhalds Eurovision lag frá upphafi: Norsku rokkararnir í Wig Wam með lagið In My Dreams.

Vandræðalegasta augnablik: Ekkert sérstakt sem ég man eins og er.

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju: Evrópu Siggi er fyrstur á blað, maðurinn er góður í öllu og það mun reynast okkur restinni mjög vel, Jónas Björgvin svona aðallega til þess að æsa í mönnum, svo kæmi Sveinn Elías í pabba hlutverkið.

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Ég hef brotið í mér framtönnina 6 sinnum.
Athugasemdir
banner
banner
banner