Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 28. júní 2017 10:15
Magnús Már Einarsson
KSÍ fékk 500 miða til viðbótar á leikinn gegn Finnum
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KSÍ hefur fengið 500 fleiri miða fyrir stuðningsmenn á leik Finnlands og Íslands í undankeppni HM þann 2. september næstkomandi.

Íslenskir stuðningsmenn hafa nú þegar keypt yfir 2000 miða á leikinn og áhuginn jókst ennþá meira eftir sigurinn á Króötum fyrr í mánuðinum.

KSÍ óskaði eftir fleiri miðum og finnska knattspyrnusambandið samþykkti þá beiðni.

„Þessir miðar eru ekki á sama stað og þeir miðar sem KSÍ hefur áður fengið, en eru þó við sama enda vallarins. Sala á þessum miðum mun hefjast 4. júlí á midi.is," segir á Facebook síðu KSÍ.

Íslenskir stuðningsmenn geta slegið tvær flugur í einu höggi þann 2. september því Ísland verður einnig í eldlínunni á EM í körfubolta sama dag.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner