Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   mið 28. júní 2017 11:10
Elvar Geir Magnússon
Sex ákærðir fyrir Hillsborough slysið
Frá Hillsborough slysinu.
Frá Hillsborough slysinu.
Mynd: Getty Images
Sex einstaklingar, þar af tveir yfirlögregluþjónar, hafa verið ákærðir vegna ábyrgðar sinna á Hillsborough slysinu 1989 eða hegðunar eftir slysið.

Alls 96 týndu lífi í troðningi á undanúrslitaleik Liverpool og Nottingham Forest í FA-bikarnum en leikið var á hlutlausum velli í Sheffield.

Meðal þeirra sem hafa verið ákærðir er David Duckenfield, fyrrum yfirmaður lögreglunnar í Suður-Jórvíkurskíri, en hann stýrði löggæslu í kringum leikinn. Hann er kærður fyrir manndráp af gáleysi.

Kollegi hans, Sir Norman Bettison, hefur verið ákærður fyrir að ljúga við fjölmiðla um hans hlut í slysinu.

Nokkrir Íslendingar voru á vellinum þegar þetta hrikalega slys átti sér stað, þar á meðal Sigurður Jónsson. Smelltu hér til að lesa viðtal við Sigurð um slysið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner