Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 28. júní 2017 12:15
Magnús Már Einarsson
Forseti Real Madrid: Held að Ronaldo verði áfram í Madríd
Mynd: Getty Images
Florentino Perez, forseti Real Madrid, reiknar með að Cristiano Ronaldo verði áfram hjá félaginu.

Ronaldo hefur verið ákærður fyrir skattsvik en á dögunum bárust fréttir af því að hann vilji fara frá Spáni í kjölfarið.

Hinn 32 ára gamli Ronaldo er samningsbundinn Real til 2021 og Perez reiknar með að hann verði áfram hjá félaginu.

„Hann er samningsbundinn Real Madrid og þegar hann er búinn að taka þátt í Álfukeppninni þá ræðum við saman," sagði Perez.

„Hann er reiður, það er klárt, því hann er heiðarlegur einstaklingur sem uppfyllir sínar skyldur. Ég hef ekki rætt við hann en við erum ánægðir með að hann er í Madrid. Ég held að hann verði áfram í Madrid."
Athugasemdir
banner
banner
banner