mið 28. júní 2017 11:31
Elvar Geir Magnússon
Myndband: Arnþór Ingi var heppinn að fá ekki rautt
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnþór Ingi Kristinsson, leikmaður Víkings R., var heppinn að fá ekki rauða spjaldið í lok fyrri hálfleiks í leiknum gegn Víkingi Ólafsvík í Pepsi-deildinni á mánudaginn.

Arnþór var alltof seinn í tæklingu á Alfreð Hjaltalín og úr varð ansi harkaleg tækling. Arnþór fékk að líta gula spjaldið.

Staðan þegar þetta átti sér stað var markalaus en heimamenn úr Fossvoginum unnu á endanum 2-0 sigur.

Umræða skapaðist um atvikið á Twitter eftir að Viðar Ingi Pétursson, stuðningsmaður Ólafsvíkurliðsins, birti myndband af því.

„Ætlaði í boltann," sagði Arnþór Ingi í umræðunni.

Gula spjaldið sem Arnþór fékk fyrir brotið gerir það þó að verkum að hann verður í banni í næstu umferð og missir af leik gegn uppeldisfélagi sínu ÍA.

Víkingur Reykjavík hefur verið á miklu skriði í Pepsi-deildinni eftir að Logi Ólafsson tók við stjórnartaumunum. Síðan Logi tók við hefur ekkert lið í deildinni náð í fleiri stig. Víkingar eru í fimmta sæti.

Hér að neðan má sjá myndband af tæklingu Arnþórs.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner