Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 28. júní 2017 16:30
Elvar Geir Magnússon
Bestur í 2. deild: Mér líður rosalega vel og það skilar sér inn á völlinn
Leikmaður 8. umferðar - Andri Fannar Freysson (Njarðvík)
Njarðvíkingar eiga góða möguleika á að fara upp í sumar.
Njarðvíkingar eiga góða möguleika á að fara upp í sumar.
Mynd: Raggi Óla
Andri Fannar hefur leikið gríðarlega vel á tímabilinu.
Andri Fannar hefur leikið gríðarlega vel á tímabilinu.
Mynd: Fótbolti.net: Eyjólfur Garðarsson
Andri Fannar Freysson, leikmaður Njarðvíkur, var vafalítið besti maður vallarins þegar Njarðvík vann 4-2 útisigur á Vestra í 8. umferð 2. deildarinnar.

Andri er leikmaður umferðarinnar í annað sinn í sumar en sigur Njarðvíkur fyrir vestan var gríðarlega sterkur, þetta eru fyrstu stigin sem Vestri tapar á heimavelli í sumar.

„Það er gífurlega sterkt að sækja öll stigin enda langt ferðalag og erfiður útivöllur heim að sækja. Vestri er með mjög góðan hóp og fullt að frábærum útlendingum sem gera þá af einu af sterkustu liðinum í deildinni að mínu mati en það sýnir hversu sterkir við erum líka," segir Andri.

Hvað skilaði þessum sigri?

„Liðsheildin og vináttan, engin spurning. Eftir 3-0 tap í leiknum á undan voru allir vel gíraðir í að gera vel í þessum leik. Ég fann strax að menn komu hungraðir inn í leikinn og fékk fljótt á tilfinninguna að við værum að fara gera góða hluti í þessum leik sem var svo lokaniðurstaðan."

Njarðvík er sem stendur á toppnum með 17 stig ásamt Magna. Fjögur stig eru niður í Vestra sem er í þriðja sæti. Nú þegar deildin er komin vel á veg, hvernig metur Andri möguleikana á að komast upp?

„Möguleikarnir hafa ekki verið jafn góðir í nokkur ár. Við erum með breiðan hóp eins og sást í síðast leik, þrjá breytingar á byrjunarliði og það breytti engu á gengi liðsins. Við erum með flotta þjálfara og öfluga stjórn. Ef menn halda áfram að vinna saman að markmiðunum sem við erum búnir að setja okkur upp og halda sömu stemmingu innan hópsins og vinna fyrir hvorn annan þá erum við til alls líklegir," segir Andri sem hefur verið einn besti leikmaður deildarinnar í sumar, ef ekki sá besti.

„Að sjálfsögðu er ég sáttur með árangurinn hingað til við erum í efsta sæti, og liðinu gengur vel. Ég er að skora mörk sem hefur vantað svolítið upp á síðustu ár enda komin aðeins framar á völlinn. Sjálfstraustið er gott og mér líður rosalega vel og það skilar sér inn á völlinn."

Annað kvöld á Njarðvík leik gegn Víði á heimavelli sínum.

„Það verður spennandi verkefni. Víðir er nýbúið að skipta um þjálfara og er með mjög flottan hóp svo þetta verður hörkuleikur. Ég býst við fjölmennasta leik sumarsins á Njarðtaksvellinum þar sem þetta er “grannaslagur” á besta tíma á fimmtudegi," segir Andri Fannar að lokum.

Fyrri leikmenn umferðarinnar:
7. umferð - Bjarki Baldvinsson (Völsungur)
6. umferð - Ragnar Þór Gunnarsson (Tindastóll)
5. umferð - Hjörtur Geir Heimisson (Magni)
4. umferð - Stefán Birgir Jóhannesson (Njarðvík)
3. umferð - Andri Fannar Freysson (Njarðvík)
2. umferð - Kristján Atli Marteinsson (Magni)
1. umferð - Sæþór Olgeirsson (Völsungur)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner