Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 28. júní 2017 13:10
Elvar Geir Magnússon
Eltir Aubameyang peningana til Kína?
Aubameyang fagnar marki fyrir landslið Gabon.
Aubameyang fagnar marki fyrir landslið Gabon.
Mynd: Getty Images
Allt fyrir aurinn. Þýska blaðið Bild heldur því fram að líklegast sé að kínverska deildin verði næsti áfangastaður markakóngs þýsku deildarinnar á síðasta tímabili.

Kínverska félagið Tianjin Quanjian er sagt vera tilbúið að borga 70 milljónir punda til að kaupa Pierre-Emerick Aubameyang frá Borussia Dortmund.

Um tíma virtist Gabonmaðurinn vera á leið til Paris Saint-German en franska stórliðið dró sig skyndilega úr kapphlaupinu um leikmanninn.

Liverpool og Chelsea hafa einnig sýnt Aubameyang áhuga.

Ljóst er að ekkert félag getur boðið betri laun en Tianjin Quanjian sem hefur þegar Alexandre Pato og Axel Witsel í sínum röðum.
Athugasemdir
banner
banner
banner