Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   mið 28. júní 2017 15:20
Magnús Már Einarsson
Scott Parker leggur skóna á hilluna
Þakkar fyrir sig.
Þakkar fyrir sig.
Mynd: Getty Images
Miðjumaðurinn reyndi Scott Parker hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna, 36 ára að aldri.

Parker hefur undanfarin fjögur ár leikið með Fulham en samningur hans þar var að renna út.

Parker lék einnig með West Ham, Chelsea, Tottenham, Newcastle og Charlton á ferli sínum.

Parker lék einnig átján leiki með enska landsliðinu á sínum tíma.

„Ákvörðunin að hætta var ekki auðveld fyrir mig en eftir að hafa hugsað þetta vel og lengi og rætt við þá sem standa mér næst þá tel ég að rétti tíminn sé núna til að fara í næsta kafla í lífi mínu," sagði Parker í yfirlýsingu í dag.
Athugasemdir
banner
banner
banner