Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 28. júní 2017 17:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Byrjunarliðin hjá Portúgal og Síle: Stjörnurnar byrja
Ronaldo, Sanchez og Vidal byrja
Þessir tveir byrja.
Þessir tveir byrja.
Mynd: Getty Images
Það er stórleikur í Álfukeppninni í kvöld. Evrópumeistarar Portúgals og Suður-Ameríkumeistarar Síle mætast í fyrri undanúrslitaleiknum.

Leikurinn hefst 18:00 og byrjunarliðin eru klár.

Það eru gleðifréttir fyrir Portúgal að Bernardo Silva er í byrjunarliðinu. Þessi nýi leikmaður Manchester City varð fyrir meiðslum þegar Portúgal vann Nýja-Sjáland á dögunum, en hann er klár í slaginn og er í byrjunarliði Portúgals.

Allar helstu stjörnurnar byrja og þetta verður mikið fjör.

Leikurinn hefst eins og áður segir klukkan 18:00 og hann er í beinni útsendingu á RÚV.

Byrjunarlið Portúgal: Patricio, Cedric, Fonte, Alves, William, Gomes, Eliseu, Andre Silva, Adrien Silva, Bernardo Silva, Ronaldo.

Byrjunarlið Síle: Bravo, Isla, Beausejour, Aranguiz, Diaz, Medel, Jara, Hernandez, Vidal, Sanchez, Vargas.
Athugasemdir
banner
banner