Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 28. júní 2017 18:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Defoe verður leikmaður Bournemouth um helgina
Defoe að skipta um lið.
Defoe að skipta um lið.
Mynd: Getty Images
Jermain Defoe, sóknarmaður Sunderland, er að breyta til. Hann mun gerast leikmaður Bournemouth um helgina.

Defoe var sagður hafa náð samkomulagi við Bournemouth í síðasta mánuði, en í samningi hans hjá Sunderland var klásúla sem gerir honum kleift að fara frítt, skyldi félagið falla úr ensku úrvalsdeildinni.

Sunderland gerði það einmitt og Defoe má fara á frjálsri sölu.

Í frétt hjá Sky Sports segir að Defoe muni skrifa undir þriggja ára samning við Bournemouth um helgina. Hann mun fá 65 þúsund punda í vikulaun hjá félaginu.

Defoe hefur dregið í vagninn í sóknarleik Sunderland undanfarin tímabil, en hann skoraði fimmtán mörk þegar liðið féll úr ensku úrvalsdeildinni á liðnu tímabili.

Defoe þekkir aðeins til hjá Bournemouth en hann var á láni hjá félaginu frá West Ham tímabilið 2001/2001.

Bournemouth stefnir líka að því að fá Nathan Ake frá Chelsea.
Athugasemdir
banner
banner