Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 28. júní 2017 17:52
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Noregur: Gunnhildur og stöllur með mikilvægan sigur
Gunnhildur í leik með landsliðinu.
Gunnhildur í leik með landsliðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vålerenga 2 - 0 Grand Bodö
1-0 Jennie Nordin ('49)
2-0 Anne Lise Olsen ('54)

Landsliðskonan Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir var í byrjunarliðinu og spilaði allan leikinn er lið hennar, Vålerenga, lagði Grand Bodö í úrvalsdeild kvenna í Noregi í dag.

Gunnhildur hefur verið fyrirliði liðsins í undanförnum leikjum, þrátt fyrir að hafa aðeins komið til liðsins fyrir tímabilið.

Hún var auðvitað í byrjunarliðinu í dag og spilaði allan leikinn í 2-0 sigri á liði Grand Bodö.

Bæði mörkin komu frekar snemma í seinni hálfleiknum.

Þetta var mikilvægur sigur fyrir Vålerenga, en liðið fjarlægist nú fallpakkann og er um miðja deild.
Athugasemdir
banner
banner