Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 28. júní 2017 20:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þrír ódýrari kostir fyrir Everton en Gylfi
Gylfi kostar 40 milljónir punda.
Gylfi kostar 40 milljónir punda.
Mynd: Getty Images
Everton er gera stóra hluti á leikmannamarkaðnum.
Everton er gera stóra hluti á leikmannamarkaðnum.
Mynd: Getty Images
Swansea City ætlar að gera allt í sínu valdi til að halda Gylfa Þór Sigurðssyni í sínum röðum. Þeir hafa sett 40 milljón punda verðmiða á hann og ætla að hafna öllum tilboðum sem eru lægri en það.

Everton bauð á dögunum 27 milljónir punda í Gylfa, en því tilboði var hafnað af Svönunum frá Wales.

Hinn 27 ára gamli Gylfi á þrjú ár eftir af samningi sínum hjá Swansea og félagið ætlar sér að halda honum.

Þess vegna ákvað vefsíðan hitc.com að taka saman lista yfir þrjá leikmenn sem Everton getur fengið á lægra verði en Gylfa.

Antony Knockaert
Hjálpaði Brighton upp í ensku úrvalsdeildina með því að skora 15 mörk í Championship-deildinni.

ESPN hefur orðað hann við Everton.

Hjá ESPN telja menn að Knockaert muni kosta 20 milljónir punda, en hann er sóknarmiðjumaður, eins og Gylfi.

Manuel Lanzini
Samkvæmt Mirror er Lanzini ekki mikið ódýrari en Gylfi. Þar er sagt að West Ham sé búið að skella 30 milljón punda verðmiða á Argentínumanninn.

Þeir gætu þó þurft að sætta sig við minni upphæð ef Lanzini vill fara á Goodison Park. Þar gæti hann fengið hærri laun og Evrópubolta.

Ross Barkley
Framtíðin hjá Barkley er í óvissu. Hann á eitt ár eftir af samningi sínum og Ronald Koeman, stjóri Everton, ætlar að selja hann ef hann skrifar ekki undir á næstu vikum.

Talið er að Barkley henti ekki leikstíl Koeman, en ætti Hollendingurinn að gera meira til að halda Barkley?
Athugasemdir
banner
banner
banner