Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 28. júní 2017 20:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Perez: Við höfum ekki rætt við United um Morata
Mynd: Getty Images
Florentino Perez, forseti spænska stórveldisins Real Madrid, hefur staðfest að félag sitt hafi ekki rætt við Manchester United um sóknarmanninn Alvaro Morata.

Skrifað hefur verið um að umboðsmaður leikmannsins, Juanma Lopez, hafi rætt við þá sem stjórna hjá Real Madrid, og reynt að sannfæra þá um að leyfa skjólstæðingi sínum að fara.

Talið er að Evrópumeistararnir vilji fá 70 milljónir punda fyrir Morata.

„Við erum ekki í viðræðum við Manchester United, en það þýðir ekki að það sé fólk í kringum hann sem er að ræða málin, það er eðlilegt," sagði Perez við útvarpsstöð á Spáni.

„Ég hef lesið um að við höfum náð samkomulagi um fyrir einhverjar milljónir evra, en það er ekki rétt."
Athugasemdir
banner
banner
banner