Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 28. júní 2017 18:51
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Svíþjóð: Hallbera og Guðbjörg töpuðu gegn botnliðinu
Hallbera í leik með íslenska landsliðinu.
Hallbera í leik með íslenska landsliðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Djurgården 1 - 2 KIF Örebro
0-1 Fanny Andersson ('45)
1-1 Tempest Marie Norlin ('54)
1-2 Hanna Terry ('85)

Landsliðskonurnar Guðbjörg Gunnarsdóttir og Hallbera Guðný Gísladóttir spiluðu báðar með Djurgården gegn KIF Örebro í úrvalsdeild kvenna í Svíþjóð í dag.

Þetta var ekki góður leikur fyrir þær. Þær lentu undir stuttu fyrir hálfleik, en náðu að jafna í upphafi seinni hálfleiks. Undir lokin skoraði Hanna Terry sigurmark Örebro.

Lokatölur 2-1 fyrir Örebro, sem var fyrir leikinn á botni deildarinnar. Djurgården er um miðja sænsku deildina.

Hallbera og Guðbjörg spiluðu báðar allan leikinn, en Guðbjörg, markvörður íslenska landsliðsins, fékk gult spjald á 81. mínútu.

Þær eru báðar í landsliðshópi Íslands sem fer á EM í næsta mánuði.
Athugasemdir
banner
banner
banner