mið 28. júní 2017 21:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Manolas mætti ekki í sína eigin læknisskoðun
Manolas sleppti því að mæta.
Manolas sleppti því að mæta.
Mynd: Getty Images
Kostas Manolas, varnarmaður Roma á Ítalíu, mætti ekki í læknisskoðun hjá rússneska liðinu Zenit St. Pétursborg.

Roma er að selja hann til Zenit á 30 milljónir punda.

Ástæðan fyrir því að Manolas mætti ekki í læknisskoðunina var sú að hann vill fá laun sín borguð í evrum, ekki í rússneskum rúblum.

Evran er stöðugari heldur en rússneska rúblan og hann telur það öruggara að fá borgað í evrum.

Manolas er með fimm ára samningstilboð frá Zenit, en hann átti að mæta í læknisskoðun hjá félaginu í morgun.

Það varð hins vegar ekki af því. Hann mun gangast undir læknisskoðun þegar þetta mál er leyst.
Athugasemdir
banner
banner
banner