Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 29. júní 2017 08:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þýski markvörðurinn var með glósur í sokkunum
Markvörðurinn umræddi, Julian Pollersbeck.
Markvörðurinn umræddi, Julian Pollersbeck.
Mynd: Getty Images
Julian Pollersbeck, markvörður þýska U-21 árs landsliðsins, notaði athyglisverða "taktík" í vítaspyrnukeppni gegn Englandi á þriðjudag.

Um leik í undanúrslitum á EM U-21 árs liða var að ræða, en leikurinn fór alla leið í vítaspyrnukeppni. Þar höfðu Þjóðverjarj betur, 4-3.

Pollersbeck, sem er markvörður Hamburg í Þýskalandi, varði tvær vítaspyrnu og reyndist hetja Þýskalands.

Hann var búinn að skrá glósur fyrir leikinn um hvar leikmenn Englands myndu skjóta í vítaspyrnum sínum. Hann faldi glósurnar í sokkunum sínum og leit síðan á þær í vítaspyrnukeppninni.

Þetta minnir mikið á það sem Jens Lehmann gerði þegar Þýskaland lagði Argentínu í vítaspyrnukeppni á HM 2006.

Hér að neðan má sjá myndband af þessu.




Athugasemdir
banner
banner
banner
banner