Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   mið 28. júní 2017 20:41
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Álfukeppnin: Bravo hetjan er Síle fór í úrslit
Mynd: Getty Images
Portúgal 0 - 0 Síle (0-3 eftir vítaspyrnukeppni)
Vítaspyrnukeppnin:
0-1 Arturo Vidal skoraði
0-1 Ricardo Quaresma klúðraði
0-2 Charles Aranguiz skoraði
0-2 Joao Moutinho klúðraði
0-3 Alexis Sanchez skoraði
0-3 Nani klúðraði

Síle mun spila til úrslita í Álfukeppninni eftir sigur á Portúgal í vítaspyrnukeppni í Kazan í Rússlandi í kvöld.

Venjulegur leiktími var frekar bragðdaufur. Leikurinn byrjaði frekar vel, en þegar leið á dró af honum.

Það var ekkert skorað í venjulegum leiktíma og því þurfti að framlengja. Undir lok framleningarinnar var Síle nálægt því að skora þegar þeir áttu fyrst skot í slá og síðan í stöng. En inn vildi boltinn ekki og grípa þurfti til vítaspyrnukeppni.

Í vítaspyrnukeppninni var Claudio Bravo, fyrirliði og markvörður Síle, aðalmaðurinn. Hann var mikið gagnrýndur fyrir frammistöðu sína með Manchester City í vetur, en í kvöld steig hann upp. Hann varði allar þrjá vítaspyrnur Portúgal og leikmenn Síle skoruðu úr öllum sínum. Niðurstaðan var 3-0 sigur Síle í vítaspyrnukeppni.

Þeir mæta annað hvort Þýskalandi eða Mexíkó í úrslitum.
Athugasemdir
banner
banner