mið 28. júní 2017 21:08
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pepsi kvenna: Grindavík með langþráðan sigur
Grindavík vann gríðarlega mikilvægan sigur.
Grindavík vann gríðarlega mikilvægan sigur.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Grindavík 2 - 1 Fylkir
1-0 Carolina Mendes ('47 )
1-1 Thelma Lóa Hermannsdóttir ('48 )
2-1 Elena Brynjarsdóttir ('61)
Lestu nánar um leikinn

Grindavík, sem er nýliði í Pepsi-deild kvenna, vann gríðarlega mikilvægan og langþráðan sigur í deildinni í kvöld.

Þær fengu Fylki í heimsókn, en þessi leikur var mjög þýðingarmikill í fallbaráttu Pepsi-deildar kvenna.

Það var jafnræði með liðunum í fyrri hálfleik, en ekkert mark var skorað. Í upphafi seinni hálfleiks duttu mörkin.

Fyrsta markið kom eftir tvær mínútur í seinni hálfleiknum, en það gerði Carolina Mendes fyrir Grindavik. Í næstu sókn jafnaði Fylkir metin og þar var að verki Thelma Lóa Hermannsdóttir, en hún er dóttir Hermanns Hreiðarssonar og Rögnu Lóu Stefánsdóttur.

Þegar hálftími var eftir af leiknum kom sigurmark Grindavíkur. Markið skoraði Elena Brynjarsdóttir eftir klaufaleg mistök Ástu Vigdísar Guðlaugsdóttur, markvarðar Fylkis

Lokatölur í Grindavík í kvöld 2-1 fyrir heimakonum sem nú eru með níu stig. Fylkir er í næst neðsta sæti með fjögur stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner