Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 29. júní 2017 10:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ake á leið til Bournemouth fyrir 20 milljónir punda
Ake er að fara aftur til Bournemouth.
Ake er að fara aftur til Bournemouth.
Mynd: Getty Images
Varnarmaðurinn Nathan Ake er við það að ganga í raðir Bournemouth fyrir 20 milljónir punda.

Southampton, Newcastle og West Ham höfðu öll áhuga á honum, en það er Bournemouth sem er að vinna kapphlaupið.

Hinn 22 ára gamli Ake mun skrifa undir langtímasamning við Bournemouth seinna í dag, samkvæmt frétt Goal. Hann verður eftir það tilkynntur sem nýjasti leikmaður Bournemouth.

Ake var í láni hjá Bournemouth á síðasta tímabili, en á miðju tímabilinu var hann kallaður aftur til Chelsea.

Hann fékk ekki mörg tækifæri hjá Chelsea og fer nú til Bournemouth. Hann er annar leikmaður Chelsea sem fer til Bournemouth í sumar, en markvörðurinn Asmir Begovic gekk áður í raðir félagsins.

Ake verður dýrasti leikmaðurinn í sögu Bournemouth.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner