Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 28. júní 2017 23:11
Magnús Valur Böðvarsson
Heimild: Sunnlenska 
4. deild: Afríka neitaði að spila leik út af dómara
Zakaria Elías Anbari og liðsmenn hans neituðu að spila
Zakaria Elías Anbari og liðsmenn hans neituðu að spila
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stórfurðulegt atvik átti sér stað í leik Afríku og KFR í kvöld. Upphafið af þessu átt að hafa hafist fyrir leik þar sem þjálfari Afríku og liðsmenn hans hafi verið ósáttir við dómara leiksins Viatcheslav Titov en hann hefur dæmt í deildinni í nokkur ár.

Samkvæmt heimildum sunnlenska.is höfðu leikmenn hitað upp en þegar átti að ganga til leiks komu leikmenn Afríku ekki inná völlinn og þjálfari liðsins Zakaría Elías Anbari rekinn af velli áður en leikur hófst en liðið virðist hafa neitað að spila leikinn með þennan dómara.

Við tók löng bið og hófst leikurinn svo loks. Leikurinn náði þó ekki lengur en um 10 mínútum þar sem dómari leiksins Viatcheslav Titov flautaði leikinn af vegna óláta í þjálfara Afríku. Málið verður að teljast afar furðulegt og mun KSÍ funda um málið á morgun.

Hjörvar Sigurðsson, leikmaður KFR, sagði við Sunnlenska.is að þetta væri furðulegasta uppákoma sem hann hafði orðið vitni að en allt þetta bíó hafi tekið yfir tuttugu mínútur.
Athugasemdir
banner