Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 29. júní 2017 09:20
Elvar Geir Magnússon
Man City líklegast til að fá Alexis Sanchez
Powerade
Alexis Sanchez er enn einu sinni í slúðurpakkanum.
Alexis Sanchez er enn einu sinni í slúðurpakkanum.
Mynd: Getty Images
Thomas Lemar.
Thomas Lemar.
Mynd: Getty Images
Bale er opinn fyrir því að fara til Man Utd.
Bale er opinn fyrir því að fara til Man Utd.
Mynd: Getty Images
Heil og sæl. Slúðurpakkinn er mættur á þessum fína fimmtudegi. BBC tók saman það helsta í slúðrinu.

Manchester City er líklegast til að fá Alexis Sanchez (28) frá Arsenal þar sem Bayern München hefur dregið sig til baka vegna hækkandi verðmiða á Sílemanninum. (Daily Mirror)

Hjá City eru menn bjartsýnir um að fá Sanchez fyrir um 50 milljónir punda þar sem leikmaðurinn þráir að spila undir Pep Guardiola. (Guardian)

Chelsea fær samkeppni frá Paris St-Germain um bakvörðinn Alex Sandro (26) hjá Juventus. Ítalska félagið vill 61 milljón punda fyrir Brasilíumanninn. (Daily Mail)

Manchester United mun tapa baráttunni um Fabinho (23) hjá Mónakó þar sem Paris St-Germain er nálægt því að fá brasilíska miðjumanninn. (Daily Record)

30 milljóna punda tilboði Arsenal í franska vængmanninn Thomas Lemar (21) hjá Mónakó hefur verið hafnað. Arsenal íhugar nú að breyta áhuga sínum á alsírska sóknarleikmanninum Riyad Mahrez (26) hjá Leicester í formlegt tilboð. (Telegraph)

Arsenal hefur áhuga á því að fá miðjumanninn Jean Michael Seri (25) frá Nice. Roma hefur dregið sinn áhuga á leikmanninum til baka þar sem riftunarákvæði í samningi Fílabeinsstrendingsins er 35 milljónir punda. (The Sun)

Chelsea gæti gert tilboð í Kosta Manolas (26), varnarmann Roma. Zenit í Pétursborg hefur gert 26 milljóna punda tilboð í Manolas en leikmaðurinn er ekki hrifinn af því að fara til Rússlands. (Daily Telegraph)

Talið er að Michael Keane snúi ekki aftur til æfinga hjá Burnley þar sem Everton verði búið að ganga frá samningi við þennan 24 ára varnarmann fyrir helgi. (Burnley Express)

Keane mun kosta Everton 25 milljónir punda og gengið verður frá kaupunum áður en liðið hefur æfingar á undirbúningstímabilinu á mánudaginn. (Times)

Stefano Okaha (27), sóknarmaður Watford, hefur verið boðinn samningur hjá kínverska félaginu Shanghai Shenhua. (The Sun)

Arsenal hefur verið sagt að það þurfi að borga 57 milljónir punda til að fá sóknarmanninn Alexandre Lacazette (26) frá Lyon (London Evening Standard)

Gareth Bale (27), framherji Real Madrid, er opinn fyrir því að fara til Manchester United. (Daily Star)

West Brom færist nær því að landa sóknarmanninum Jay Rodriguez (27) frá Southampton. (Daily Express)

John Terry (36), fyrrum fyrirliða Chelsea og Englands, hefur verið sagt að hann gæti tekið við af Steve Bruce sem knattspyrnustjóri Aston Villa ef hann gengur í raðir félagsins. (Daily Express)

Naby Keita (22), miðjumaður Red Bull Leipzig, segist stefna á að spila fyrir „eitt af allra stærstu liðunum" og tilgreinir þar Barcelona, Real Madrid og Manchester City. Liverpool vill fá Keita. (Manchester Evening News)

Real Madrid er að skoða hugsanleg kaup á Kylian Mbappe (18). (Independent)

Gerard Deulofeu (23), vængmaður Everton, hefur hafnað endurkomu til Baecelona en AC Milan og Juventus hafa áhuga á honum. (Daily Mail)

Swansea er að vinna kapphlaupið um George Thomas (20), leikmann Coventry, í sumar. Leicester vill einnig fá miðjumanninn (Independent)

Newcastle United er í viðræðum við Liverpool um hugsanlegan lánssamning fyrir vængmanninn Sheyi Ojo (20). (Newcastle Chronicle)

Carles Alena (19) hefur skrifað undir nýjan samning við Barcelona. Þessi ungi miðjumaður hefur verið fyrirliði U19-landsliðs Spánar og Tottenham hefur áhuga á honum. (Daily Mirror)

West Bromwich Albion hefur ekki gefið upp vonina um að fá sóknarmanninn Jermain Defoe (34) þar sem samningaviðræður við Bournemouth hafa gengið illa. (Birmingham Mail)

Jonny Evans (29) varnarmaður West Bromwich Albion íhugar framtíð sína en hann var ósáttur við að Darren Fletcher fór frá félaginu. (Daily Mirror)

Tottenham hefur rætt við Scott Parker (36) um að koma inn í þjálfarateymi félagsins. Parker lagði skóna á hilluna í vikunni. (Daily Express)

Manchester City óttast að sitja uppi með Samir Nasri og dvöl hans gæti kostað 25 milljónir punda. (Daily Mail)
Athugasemdir
banner