Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fim 29. júní 2017 10:00
Magnús Már Einarsson
Fyrrum Tottenham maður hrífst af aðstöðunni í Hveragerði
Erik Edman fagnar marki með Tottenham.
Erik Edman fagnar marki með Tottenham.
Mynd: Getty Images
Erik Edman, fyrrum bakvörður Tottenham og sænska landsliðsins, er í heimsókn á Íslandi þessa dagana.

Edman hefur verið að skoða sig um á Suðurlandi og hann hreifst af Hamarshöllinni í Hveragerði.

„4. deildarlið Hamars í Hveragerði er með sína eigin 9 manna fótboltahöll. Kannski kemur það ekki á óvart að Ísland búi til leikmenn...," sagði Edman á Twitter og birti mynd af sér með Hamarshöllina í bakgrunni.

Hinn 38 ára gamli Edman lagði skóna á hilluna árið 2013 eftir að hafa meðal annars leikið með Tottenham og Wigan á Englandi. Hann lék 57 landsleiki á ferli sínum.

Færsluna hjá Edman má sjá hér að neðan.



Athugasemdir
banner
banner
banner