Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 29. júní 2017 09:34
Elvar Geir Magnússon
Ronaldo staðfestir að hann sé orðinn faðir tvíburastráka
Cristiano Ronaldo ásamt elsta syni sínum.
Cristiano Ronaldo ásamt elsta syni sínum.
Mynd: Getty Images
Eftir tap portúgalska landsliðsins gegn Síle í undanúrslitum Álfukeppninnar í gær sagði Cristiano Ronaldo frá því að hann mun ekki taka þátt í leiknum um þriðja sætið.

Ronaldo er á heimleið frá Rússlandi til að hitta nýju tvíburana sem hann eignaðist nýlega.

Ronaldo átti einn son fyrir og er nú orðinn faðir þriggja stráka. Þeir komu í heiminn með hjálp staðgöngumæðra.

Portúgalska sjónvarpsstöðin SIC sagði þann 10. júní frá því að Ronaldo hefði eignast tvíbura en hélt því fram að um strák og stelpu hefði verið að ræða. Þær upplýsingar voru rangar því Ronaldo opinberar á Facebook að tvíburarnir séu báðir strákar.

Elsti sonur Ronaldo, Cristiano Ronaldo Jr., er sjö ára gamall.

Ronaldo hefur verið mikið í umræðunni eftir fréttir þess efnis að hann vilji yfirgefa Spán vegna ásakana um skattsvik í landinu. Real Madrid vonast til þess að portúgalska stórstjarnan skipti um skoðun en hann hefur enn ekki tjáð sig um málið opinberlega.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner