Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 29. júní 2017 11:30
Magnús Már Einarsson
Fjölnir fær sænskan framherja (Staðfest)
Linus Olsson (til vinstri) er á leið í Grafarvoginn.
Linus Olsson (til vinstri) er á leið í Grafarvoginn.
Mynd: Nyköbing
Fjölnir hefur samið við sænska framherjann Linus Olsson en þetta staðfesti Ágúst Gylfason þjálfari liðsins í samtali við Fótbolta.net í dag.

Fjölnir hefur einungis skorað átta mörk í fyrstu níu umferðunum í Pepsi-deildinni en í Grafarvoginum binda menn vonir við að Linus nái að lífga upp á sóknarleikinn.

„Við höfum ekki verið nógu beittir fram á við það sem af er tímabilinu. Með tilkomu Linus mun samkeppnin aukast í fremstu stöðum og einnig fáum við inn í hópinn flottan karakter," sagði Ágúst við Fótbolta.net í dag.

Hinn 25 ára gamli Linus getur spilað í fremstu víglínu, á kanti og framarlega á miðjunni.

Linus kemur til landsins í næstu viku en hann fær leikheimild þegar félagaskiptaglugginn opnar þann 15. júlí. Linus verður ekki með Fjölni í næstu umferð gegn KR en hann spilar sinn fyrsta leik gegn Grindavík þann 17. júlí.

Linus spilaði síðast með Nyköbing í dönsku B-deildinni en þar skoraði hann fjögur mörk og lagði upp fimm í fjórtán leikjum á síðasta tímabili. Hann hefur áður leikið með Trelleborg og Landskrona í Svíþjóð, AB í Danmörku og Oklahoma City Energy í næstefstu deild í Bandaríkjunum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner