Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 29. júní 2017 11:15
Elvar Geir Magnússon
Vignir ver mark FH gegn Fylki í kvöld
Vignir Jóhannesson.
Vignir Jóhannesson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fær­eyski landsliðsmarkvörður­inn Gunn­ar Niel­sen er að glíma við meiðsli á hné og spilar ekki með Íslandsmeisturum FH þegar liðið heimsækir Fylki í 8-liða úrslitum Borgunarbikarsins í kvöld.

Þetta kemur fram á mbl.is en Gunnar meiddist í 1-0 sigri FH gegn ÍBV í síðustu umferð Pepsi-deildarinnar.

Meiðslin eru ekki alvarleg og býst Heim­ir Guðjóns­son, þjálf­ari FH-inga, við því að Gunn­ar verði klár í slag­inn þegar FH tek­ur á móti Breiðabliki í Pepsi-deild­inni á mánu­dags­kvöld.

Vign­ir Jó­hann­es­son mun standa á milli stang­anna hjá FH í kvöld en hann hefur spilað báða bikarleiki liðsins til þessa.

Vignir er 27 ára og kom til FH fyrir tímabilið en hann var aðalmarkvörður Selfyssinga í þrjú ár þar á undan.

Leikur Fylkis og FH hefst 19:15 og verður að sjálfsögðu í beinni textalýsingu hér á Fótbolta.net.

Leikir 8. liða úrslita bikarsins:
Í kvöld: 19:15 Fylkir - FH
Sunnudagur: 17:00 Víkingur R. - ÍBV
Sunnudagur: 19:15 Stjarnan - KR
Mánudagur: 19:15 Leiknir R. - ÍA
Athugasemdir
banner
banner
banner