fim 29. júní 2017 13:00
Magnús Már Einarsson
Grayson líklega að taka við Sunderland
Simon Grayson.
Simon Grayson.
Mynd: Getty Images
Preston North End hefur gefið knattspyrnustjóranum Simon Grayson leyfi til að ræða við Sunderland.

Sunderland hefur verið í leit að nýjum stjóra í kjölfar þess að David Moyes sagði upp störfum eftir fall úr ensku úrvalsdeildinni í vor.

Derek McInnes, stjóri Aberdeen, ræddi við Sunderland á dögunum en hann ákvað síðan að vera áfram í Skotlandi.

Sunderland óskaði í kjölfarið eftir að ræða við Grayson og hann hefur nú sjálfur ákveðið að fara í viðræður við félagið.

Grayson er 47 ára gamall en hann stýrði Leeds í fjögur ár á sínum tíma.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner