Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 29. júní 2017 14:00
Magnús Már Einarsson
Albert Hafsteins spáir í 9. umferð Inkasso-deildarinnar
Albert Hafsteinsson.
Albert Hafsteinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Albert skorar þrennu gegn Þrótti samkvæmt spá nafna hans.
Albert skorar þrennu gegn Þrótti samkvæmt spá nafna hans.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Bergsveinn Ólafsson var með þrjá rétta þegar hann spáði í leikina í 8. umferð Inkasso-deildarinnar.

Níunda umferðin hefst í kvöld og Albert Hafsteinsson, miðjumaður ÍA, spáir í leikina þar.

ÍR 1 - 1 Leiknir R. (19:15 í kvöld)
Skemmtilegur jafnteflisleikur þar sem dómari leiksins Sigurður Óli mun fá 10 í einkunn. Elvar Páll með mark Leiknis.

Grótta 0 - 2 Keflavík (19:15 í kvöld)
Keflavík verður of stór biti fyrir Gróttu. Jeppe með bæði.

Þór 1 - 2 HK (19:15 á morgun)
Óvæntur sigur hjá Kópavogsliðinu fyrir norðan. Ásgeir Marteinsson mun skora og fara úr treyjunni. Fær áminningu í kjölfarið.

Selfoss 0 - 1 Fram (19:15 á morgun)
Þessi leikur verður í járnum alveg þangað til að Indriði Áki gerir út um hann. Sterk 3 stig hjá Fram.

Haukar 3 - 1 Leiknir F. (15:00 á laugardag)
Björgvin Stefánsson mun skora tvö mörk og fá svo rautt spjald fyrir munnsöfnuð undir lok leiks. Leiknir hafa verið að safna stigum undanfarið en munu tapa þessum leik.

Þróttur R. 1 - 5 Fylkir (19:15 á mánudaginn)
Fylkismenn eru yfirleitt ekki í basli með Þróttara og þetta verður burst. Albert Brynjar skorar þrennu.

Sjá einnig:
Sigurður Egill Lárusson (5 réttir)
Arnþór Ari Atlason (3 réttir)
Ásgeir Þór Ingólfsson (3 réttir)
Bergsveinn Ólafsson (3 réttir)
Guðjón Pétur Lýðsson (3 réttir)
Jóhann Laxdal (3 réttir)
Davíð Snorri Jónasson (2 réttir)
Hallgrímur Mar Steingrímsson (1 réttur)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner