Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 29. júní 2017 14:30
Magnús Már Einarsson
Everton að landa Keane í vörnina
Kostar mikið.
Kostar mikið.
Mynd: Getty Images
Everton er á góðri leið með að landa Michael Keane varnarmanni Burnley en Sky greinir frá þessu í dag.

Samningaviðræður eru í gangi á milli félaganna og þær eru sagðar langt á veg komnar.

Keane kom til Burnley frá Manchester United á tvær milljónir punda í janúar 2015 en talið er að hann kosti 25 milljónir punda í dag.

Manchester United fær 25% af kaupverðinu samvæmt samningi sem félagið gerði við Burnley árið 2015.

Keane var frábær í vörn Burnley á síðasta tímabili en hann var í kjölfarið valinn í enska landsliðshópinn.

Everton er með veskið á lofti þessa dagana en Jordan Pickford og Davy Klaassen eru nú þegar komnir til félagsins í sumar auk þess sem Gylfi Þór Sigurðsson og fleiri leikmenn eru undir smásjánni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner