Kompany vill taka við Bayern - Isak og Brobbey efstir á blaði Arsenal - McKenna orðaður við Chelsea og Man Utd
banner
   lau 08. júlí 2017 13:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þjálfari Mexíkó móðgaði dómara og fer í sex leikja bann
Mynd: Getty Images
Juan Carlos Osorio, landsliðsþjálfari Mexíkó, hefur verið dæmdur í sex leikja bann, auk þess sem hann þarf að greiða sekt upp á rúm 4 þúsund pund, fyrir að móðga dómara.

Osorio lét dómarann heyra það þegar Mexíkó tapaði gegn Portúgal í leiknum um þriðja sætið í Álfukeppninni þann 2. júlí.

FIFA, Alþjóðaknattspyrnusambandið, hefur fundað um málið og hefur ákveðið að dæma Osorio í sex leikja bann.

„Bannið tekur gildi strax," segir í yfirlýsingu frá FIFA.

Bannið mun hafa áhrif á Mexíkó í Gullbikarnum sem hefst á næstu dögum. Osorio mun missa af keppninni.
Athugasemdir
banner
banner
banner