Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 11. júlí 2017 09:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stofnandi Facebook ekki að kaupa Tottenham
Mark Zuckerberg.
Mark Zuckerberg.
Mynd: Getty Images
Tottenham hefur neitað sögusögnum um að bandarískur fjárfestingarhópur sé að kaupa félagið.

Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, tengist hópnum.

Breskir fjölmiðlar greindu frá því um helgina að fjárfestingarfyrirtækið Iconiq Capital hefði áhuga á því að kaupa Tottenham. Fyrirtækið sér um fjármál hjá ýmsum fyrirtækjum og einstaklingum í tæknibransanum, þar á meðal hjá Zuckerberg.

Tottenham hefur vísað þessum fréttum á bug.

„Stjórnin er ekki í neinum viðræðum varðandi yfirtöku á félaginu," sagði í yfirlýsingu sem Tottenham gaf út.
Athugasemdir
banner
banner
banner