banner
   mán 17. júlí 2017 13:15
Magnús Már Einarsson
Fjölnir spilar fyrsta leik sinn í 23 daga - Æfðu í Mjölni í pásunni
Ágúst Gylfason þjálfari Fjölnis.
Ágúst Gylfason þjálfari Fjölnis.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fjölnir fær Grindavík í heimsókn í Pepsi-deild karla í kvöld. Þetta verður fyrsti leikur Grafarvogsliðsins í 23 daga eða síðan í 1-1 jafnteflinu gegn Val þann 24. júní.

Ástæðan fyrir þessari löngu pásu er sú að Fjölnir er úr leik í Borgunarbikarnum og í síðustu viku var leik liðsins gegn KR frestað vegna þátttöku Vesturbæinga í Evrópudeildinni.

„Það var einhver sem sagði að við höfum aldrei verið í svona löngu fríi, ekki einu sinni um jólin," sagði Ágúst Gylfason, þjálfari Fjölnis, léttur í bragði í viðtali við Fótbolta.net í dag.

„Það er loksins komið að því að spila fótboltaleik. Æfingalega séð tókum við hálfgert undirbúningstímabil. Fyrstu tvær vikurnar æfðum við nokkuð stíft."

„Við vorum í Mjölni með hóp í liðinu sem komst á morgunæfingar. Við tókum 5-6 æfingar með meisturum þar sem keyrðu okkar menn út. Síðan voru líka seinni parts æfingar og við spiluðum æfingaleik við Vængi Júpíters. Þetta er svolítið eins og maður sé að fara að spila fyrsta leik í móti núna. Þetta er einkennileg tilfinning."


Sænski framherjinn Linus Olsson gekk í raðir Fjölnis í lok júní og hann fékk leikheimild með liðinu þegar félagaskiptaglugginn opnaði um helgina.

„Hann kom í byrjun júlí og hefur verið hjá okkur í tvær vikur.
Hann verður í hóp í kvöld og vonandi setur hann mark sitt á leikinn,"
sagði Ágúst.

Fjölnir er í botnsæti deildarinnar eins og staðan er núna en liðið á leiki til góða á næstu lið og stíf dagskrá er framundan hjá Grafarvogsliðinu út mánuðinn.

Næstu leikir Fjölnis
Í kvöld Fjölnir - Grindavík
23. júlí Fjölnir - ÍBV
27. júlí KR - Fjölnir
31. júlí Breiðablik - Fjölnir
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner