Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 17. júlí 2017 15:14
Magnús Már Einarsson
Alfi farinn frá Selfossi
Alfi Conteh Lacalle.
Alfi Conteh Lacalle.
Mynd: Raggi Óla
Spænski framherjinn Alfi Conteh Lacalle er farinn frá Selfyssingum en þetta staðfesti Gunnar Borgþórsson, þjálfari liðsins, í samtali við Fótbolta.net.

Alfi ólst upp hjá Barcelona en þessi 32 ára gamli leikmaður kom til Selfyssinga í vetur.

Alfi olli hins vegar vonbrigðum á Selfossi en hann skoraði einungis tvö mörk í níu leikjum í Inkass-deildinni. Um helgina var hann ónotaður varamaður í 3-1 sigrinum á ÍR.

„Þetta gekk ekki upp. Hann var fenginn hingað til að skora og leggja upp mörk og hjalpa okkur að byggja upp okkar leikmenn. Það gekk ekki eftir og því var tekin ákvörðun með honum að hann færi aftur heim," sagði Gunnar.

„Hann er góður í fótbolta og frábær strákur, til fyrirmyndar i öllum samskiptum og á vonandi eftir að ganga vel i framtiðinni."
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner