Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 17. júlí 2017 18:17
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Byrjunarlið Fjölnis og Grindavíkur: Linus Olsson byrjar hjá Fjölni
Olsson kemur beint í byrjunarliðs Fjölnis.
Olsson kemur beint í byrjunarliðs Fjölnis.
Mynd: Nyköbing
Hewson snýr aftur í byrjunarlið Grindavíkur.
Hewson snýr aftur í byrjunarlið Grindavíkur.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Það er hörkuleikir að hefjast í Pepsi-deild karla kl. 19:15. Fjölnir fær spútniklið Grindavíkur í heimsókn á Extra völlinn í Grafarvogi.

Bjarni Þórarinn Hallfreðsson er á vellinum og mun lýsa því sem fram fer í beinni textalýsingu á Fótbolta.net.

Fyrir leik er Fjölnir á botni deildarinnar með níu stig á meðan Grindavík getur mögulega komist upp að hlið Vals á toppi deildarinnar með sigri í kvöld. Grindavík hefur komið öllum á óvart.

Byrjunarliðin eru klár, en bæði lið eru frekar lítið að breyta.

Fjölnir spilaði síðast þann 24. júní gegn Val, en frá þeim leik eru gerðar tvær breytingar. Mario Tadejevic og Linus Olsson koma inn fyrir Bojan Stefán Ljubicic og Ivica Dzolan. Linus Olsson kemur inn í fremstu víglínu hjá Fjölni, en hann er sænskur leikmaður sem kom til liðsins á dögunum. Hann á að skora mörk!

Grindavík gerir einnig tvær breytingar á sínu liði frá síðasta leik. Sam Hewson snýr aftur og Björn Berg Bryde einnig. Aron Freyr Róbertsson og Brynjar Ásgeir Guðmundsson fá sér sæti á bekknum.

Smelltu hér til að fara í beina textalýsingu!

Byrjunarlið Fjölnis:
12. Þórður Ingason (M)(F)
2. Mario Tadejevic
4. Gunnar Már Guðmundsson
9. Þórir Guðjónsson
10. Ægir Jarl Jónasson
11. Birnir Snær Ingason
15. Linus Olsson
18. Marcus Solberg
20. Mees Junior Siers
24. Torfi Tímoteus Gunnarsson
28. Hans Viktor Guðmundsson

Byrjunarlið Grindavíkur:
12. Kristijan Jajalo (m)
6. Sam Hewson
7. William Daniels
8. Gunnar Þorsteinsson (f)
9. Matthías Örn Friðriksson
10. Alexander Veigar Þórarinsson
16. Milos Zeravica
18. Jón Ingason
21. Marinó Axel Helgason
24. Björn Berg Bryde
99. Andri Rúnar Bjarnason

Smelltu hér til að fara í beina textalýsingu!
Athugasemdir
banner
banner