Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 17. júlí 2017 21:52
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pepsi-deildin: Fyrsti sigur Stjörnunnar síðan í lok maí
Stjarnan vann flottan sigur.
Stjarnan vann flottan sigur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan 2 - 0 KR
1-0 Hólmbert Aron Friðjónsson ('35 )
2-0 Brynjar Gauti Guðjónsson ('81 )
Lestu nánar um leikinn.

Stjarnan vann mikilvægan sigur á KR í Pepsi-deild karla í kvöld.

Þetta var lykilleikur fyrir bæði lið, sem vilja berjast á toppnum.

Leikurinn var rólegur til að byrja með, en þegar 35 mínútur voru komnar á klukkuna skoraði Hólmbert Aron Friðjónsson og kom heimamönnum í Stjörnunni yfir gegn KR-ingum.

Staðan var 1-0 í hálfleik. Í seinni hálfleiknum reyndi KR að byggja upp pressu, en það tókst ekki. Stjarnan kláraði leikinn á 81. mínútu þegar Brynjar Gauti Guðjónsson skoraði eftir fyrirgjöf Jóhanns Laxdal.

Sigur Stjörnunnar staðreynd, en þetta var fyrsti sigur liðsins í Pepsi-
deildinni síðan í lok maí, nánar tiltekið 28. maí.

Stjarnan er í þriðja sæti, sex stigum á eftir toppliði Vals, á meðan KR er í vondum málum, í tíunda sætinu með 11 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner