Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
Jón Þór: Vil byrja mótið 1. mars
   mán 17. júlí 2017 22:03
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Linus: Svipað og í næst efstu deild í Svíþjóð og Danmörku
Linus Olsson er hér til vinstri
Linus Olsson er hér til vinstri
Mynd: Nyköbing
Linus Olsson byrjaði með látum hjá Fjölni en hann fékk leikheimild með félaginu á laugardag og var búinn að skora eftir tveggja mínútna leik. Linus líkar vel við dvölina á Íslandi hingað til.

„Mér líkar mjög vel hérna. Hef verið hérna í tvær vikur núna og þetta er fallegt land."

Linus var fenginn til þess að skora mörk og líkt og áður segir þá tók það ekki langan tíma til þess að skora sitt fyrsta mark.

„Það er alltaf ánægjulegt að byrja vel. Það er alltaf gott að skora eftir tvær mínútur þegar þú ert sóknarmaður. Það gefur manni sjálfstraust."

Linus kom til landsins í upphafi þessa mánaðar og segir hann að það hafi hjálpað til við undirbúninginn fyrir leikinn í kvöld.

„Ég gat ekki spilað fyrr en í þessum leik svo ég eyddi tímanum í að kynnast strákunum í liðinu."

Linus hafði heyrt góða hluti um Ísland og ákvað því að slá til þegar kallið kom frá Fjölni.

„Ég hafði heyrt góða hluti um Ísland. Heyrði að deildin væri að verða betri og betri og ég á vini sem hafa spilað hér og þeir tala allir vel um deildina. Svo er það sjálfsögðu ævintýrið að koma og spila í öðru landi."

Linus hefur spilað í næst efstu deildum í Svíþjóð og Danmörku og segir hann að Pepsi-deildin sé í svipuðum styrkleikaflokki og þessar deildir.

„Það er erfitt bera deildirnar saman. Það er meira fram og aftur hér en ég held að gæðin eru svipuð í næst efstu deild í Svíþjóð og Danmörku."

Svíinn var ánægður með sinn leik í kvöld en hefði viljað setja annað mark í leiknum.

„Ég er mjög ánægður en ég hefði getað skorað annað mark en við unnum 4-0 á móti toppliði svo ég er mjög ánægður."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner