fim 20. júlí 2017 12:04
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Það eina sem Bendtner gerir betur en Matti er að tyggja tyggjó"
Matthías er á eldi.
Matthías er á eldi.
Mynd: Rosenborg
Matthías Vilhjálmsson er að eiga stórkostlegt tímabil með norsku meisturunum í Rosenborg.

Hann hefur verið funheitur fyrir framan markið, en í gær skoraði hann gegn Dundalk í Meistaradeildinni. Þetta var gríðarlega mikilvægt mark, í framlenginu, en það fleytti Rosenborg áfram.

Þessa daganna verður maður frekar hissa þegar Matthías skorar ekki, en þegar hann skorar.

Þrátt fyrir þetta hefur þjálfari Rosenborg byrjaði með Matta á bekknum í undanförnum leikjum. Hann hefur frekar byrjað Nicklas Bendtner í fremstu víglínu, en þetta hefur vakið undrun.

Jesper Mathisen, fyrrum leikmaður Start, tjáði sig um þetta á Twitter.

„Ég skil að það er mikilvægt að koma Bendtner í form, en í augnablikinu er Matthías miklu betri fyrir framan markið," skrifar Mathisen á Twitter-síðu sinni.

„Það eina sem Bendtner gerir betur en Matthías er að tyggja tyggjó," skrifar sá norski enn fremur.





Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner