Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 20. júlí 2017 13:07
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Leonardo Bonucci til AC Milan (Staðfest)
Mynd: Getty Images
AC Milan staðfesti nú fyrir stuttu komu varnarmannsins Leonardo Bonucci frá Juventus.

Það var staðfest síðastliðinn föstudag að félögin hefðu komist að samkomulagi um kaupin og nú hefur AC Milan staðfest að allt sé klárt. Bonucci er orðinn leikmaður Milan!

Bonucci skrifaði undir fimm ára samning við Mílanó liðið sem þýðir að hann er samningsbundinn þar til ársins 2022.

Kaupverðið er talið vera í kringum 42 milljónir evra fyrir þennan þrítuga varnarmann.

Stjóri AC Milan var að vonum ánægður með komu Bonucci. „Hann er reynslumikill landsliðsmaður, ég held að hann og Sergio Ramos séu sterkustu miðverðirnir í heiminum í dag.

„Að fá að þjálfa hann er draumur að verða að veruleika," sagði Vincenzo Montella stjóri AC Milan að lokum.



Athugasemdir
banner
banner
banner