Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 20. júlí 2017 16:23
Magnús Már Einarsson
Oliver á leið til Bodö/Glimt
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik hefur samþykkt tilboð frá Bodö/Glimt í miðjumanninn Oliver Sigurjónsson. Bodö/Glimt er á toppnum í norsku B-deildinni og stefnir hraðbyri á norsku úrvalsdeildina.

„Samningur félaganna er með hefðbundnum fyrirvörum í samningum sem þessum en gangi allt eftir má búast við að Oliver verði orðinn leikmaður FK Bodø/Glimt á næstu dögum," segir á Blikar.is.

Hinn 22 ár gamli Oliver hefur einungis spilað þrjá leiki í Pepsi-deildinni í sumar en meiðsli hafa sett strik í reikninginn hjá honum.

Oliver meiddist snemma móts en hann hefur komið inn á sem varamaður í síðustu tveimur leikjum Breiðabliks.

Nú er Oliver hins vegar á leið til Bodö/Glimt. Liðið féll úr norsku úrvalsdeildinni í fyrra en það er með sjö stig forskot í norsku B-deildinni í augnablikinu.

Oliver var á mála hjá AGF í Danmörku á árunum 2012 til 2014 en þess fyrir utan hefur hann alltaf leikið með Breiðabliki.
Athugasemdir
banner
banner