Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 20. júlí 2017 18:11
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
EM kvenna: Noregur nánast úr leik eftir tap gegn Belgíu
Noregur er úr leik
Noregur er úr leik
Mynd: Getty Images
Noregur 0 - 2 Belgía
0-1 Elke Van Gorp ('59 )
0-2 Janice Cayman ('67 )

Noregur tók á móti Belgíu í fyrri leik dagsins á Evrópumótinu í Hollandi en liðin leika í A-riðli.

Bæði lið töpuðu fyrsta leik sínum og var þetta því gríðarlega mikilvægur leikur.

Eftir markalausann fyrri hálfleik var það Elke van Gorp sem braut ísinn og kom Belgum yfir, 1-0. Markið átti hins vegar ekki að standa þar sem Gorp var rangstæð.

Átta mínútum síðar tvöfaldaði Janice Cayman forystu Belga og innsiglaði góðan sigur. Fyrstu stig Belga á þessu Evrópumóti.

Noregur er hins vegar án stiga og er úr leik í keppninni þrátt fyrir að ein umferð sé eftir.

Þetta er í fyrsta skiptið frá Evrópumótinu árið 1997 þar sem Noregur kemst ekki upp úr riðlinum sínum en liðið hefur komist í undanúrslit í síðustu fjórum mótum.
Athugasemdir
banner
banner