Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fös 21. júlí 2017 06:00
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Fyrirliði Cardiff framlengir við félagið
Fyrirliðinn verður áfram í Cardiff
Fyrirliðinn verður áfram í Cardiff
Mynd: Getty Images
Sean Morrison, fyrirliðið enska Championship félagsins Cardiff hefur framlengt samning sinn við félagið og en hann gildir til þriggja ára.

Samningurinn mun halda Morrisson hjá Cardiff þangað til sumarsins 2020.

Morrison gekk til liðs við Cardiff fyrir þremur árum og hefur síðan þá leikið 120 leiki og skorað 13 mörk. Hann var gerður að fyrirliða síðasta sumar.

„Það verður að taka hattinn ofan fyrir Morrison. Hann hefði getað farið frá félaginu en hann fékk spennandi tilboð, en hann sagði við mig: Ég vil það ekki stjóri - Ég held að það sé eitthvað sérstakt í gangi hérna," sagði Neil Warnock, stjóri Cardiff.

Landsliðsfyrirliðinn, Aron Einar Gunnarsson leikur með Cardiff og átti frábært tímabil á síðasta tímabili.
Athugasemdir
banner
banner
banner