Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 21. júlí 2017 06:30
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Breyttur leiktími á leik Víkings Ó. og Vals
KSÍ breytti leiktímanum vegna þátttöku Vals í Evrópudeildinni
KSÍ breytti leiktímanum vegna þátttöku Vals í Evrópudeildinni
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Knattspyrnusamband Íslands hefur ákveðið að breyta leiktíma á leik Víkings Ólafsvíkur og Vals í Pepsi-deild karla.

Leikurinn átti að fara fram á sunnudag klukkan 18:00

Vegna þátttöku Vals í 2. umferð í forkeppni Evrópudeildarinnar er búið að breyta leiktímanum og fer leikurinn fram á þriðjudaginn 25. júlí klukkan 19:15 en leikurinn fer fram á Ólafsvíkurvelli.

Valsmenn léku gegn Domzale í Slóveníu í gærkvöldi og máttu lúta í lægra gras og eru dottnir úr leik.

Töluvert álag hefur verið á Valsmönnum vegna þátttöku félagsins í forkeppni Evrópudeildarinnar og er þetta því án efa kærkomin hvíld.

Leiktímar 12. umferðar Pepsi-deildar karla:
Laugardagur 22. júlí
14:00 FH-ÍA (Kaplakrikavöllur)

Sunnudagur 23. júlí
17:00 Fjölnir-ÍBV (Extra völlurinn)
17:00 KA-Breiðablik (Akureyrarvöllur)
19:15 Víkingur R.-KR (Víkingsvöllur)
20:00 Stjarnan-Grindavík (Samsung völlurinn)

Þriðjudagur 25. júlí
19:15 Víkingur Ó.-Valur (Ólafsvíkurvöllur)
Athugasemdir
banner
banner
banner