Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   fim 20. júlí 2017 22:24
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Viðar Örn: Þetta er besta fótboltaveðrið
Viðar Örn átti flott einvígi gegn KR
Viðar Örn átti flott einvígi gegn KR
Mynd: Getty Images
Viðar Örn Kjartansson lék allan leikinn með Maccabi Tel Aviv í kvöld er liðið mætti KR í forkeppni Evrópudeildarinnar og lagði hann upp fyrra mark leiksins. Vinir og ættingjar Viðars fjölmennuðu á leikinn og studdu sinn mann í kvöld.

Lestu um leikinn: KR 0 -  2 Maccabi Tel Aviv

„Það var rosalega gaman. Maður heyrði vel í þeim. Þetta var sérstök stund fyrir mig að sjá þetta og strákunum í liðinu fannst þetta æðislegt. Þetta var rosalega gaman og ég er mjög þakklátur," sagði Viðar.

Viðar var ánægður með að koma í íslenskt fótboltaveður.

„Þetta er fínt fyrir mig. Úti erum við að æfa í 35 gráðum og spilum í 30 . Ég hef alltaf fundist þetta vera besta fótboltaveðrið. Það var enginn vindur og ég held að strákunum hafi fundist þetta fínt."

Viðar átti gott einvígi gegn KR og skoraði í fyrri leiknum og lagði upp í kvöld.

„Auðvitað getur maður gert betur en þetta er bara rétt að byrja hjá okkur. Þetta er leikur númer fjögur og maður er kannski ekki alveg kominn í eins gott stand og maður vill. Þetta var fínt í þessu einvígi en við getum gert betur. Við þurfum að spila betur til að komast úr næstu umferð."

Viðar hrósaði KR-ingum fyrir sinn leik.

„Mér fannst þeir mjög flottir. Þeir eru líkamlega sterkir og það er mikill kraftur í þeim. Þeir vörðust mjög vel og það var erfitt að skapa opna sénsa. Þeir eru með fullt af góðum einstaklingum. Við vissum að þetta yrði erfitt og þeir eiga hrós skilið."

Maccabi Tel Aviv er eitt stærsta félag Ísrael og er markmiðið alltaf að komast í riðlakeppnina.

„Það var stórslys að komast ekki upp úr riðlinum í fyrra en við gerðum mörg mistök þar. Við fengum smjörþefinn af þessari keppni og við yrðum mjög ósáttir með að komast ekki í riðlakeppnina. Það er must fyrir þennan klúbb," sagði Viðar í Vesturbænum.
Athugasemdir
banner
banner
banner