fim 20. júlí 2017 22:32
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
4. deild: Stórsigur KH gegn Álafoss
Úr leik KH og ÍBV í bikarnum fyrr í sumar
Úr leik KH og ÍBV í bikarnum fyrr í sumar
Mynd: Raggi Óla
KH 6 - 0 Álafoss
1-0 Hreinn Þorvaldsson ('30)
2-0 Vilhjálmur Herrera Þórisson ('38)
3-0 Sveinn Ingi Einarsson ('41)
4-0 Danijel Smiljkovic (57)
5-0 Sveinn Ingi Einrsson ('67)
6-0 Sveinn Ingi Einarsson ('75)

KH tók á móti botnliði Álafoss í D-riðli 4. deildar karla í kvöld.

Eftir hálftímaleik opnuðust allar flóðgáttir í mark Álafoss. Hreinn Þorvaldsson skoraði fyrsta mark leiksins og kom KH yfir og Vilhjálmur Herrera Þórisson tvöfaldaði forystuna skömmu síðar.

Skömmu áður en flautað var til hálfleik skoraði Sveinn Ingi Einarsson þriðja mark leiksins. Danijel Smiljkovic bætti við fjórða markinu á 57. mínútu.

Sveinn Ingi var ekki hættur og skoraði hann annað markið sitt á 67. mínútu og fullkomnaði svo þrennuna sína á 75. mínútu. Lokatölur 6-0 stórsigur KH á Álafoss.

KH er í öðru sæti riðilsins, tveimur stigum á eftir toppliði Álftanes en Álftanes á leik til góða.

Álafoss situr hins vegar sem fastast á botni riðilsins enn án stiga eftir tíu leiki.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner