banner
   fös 21. júlí 2017 07:00
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Daryl Murphy á leið til Nottingham Forest
Murphy í leik með Ipswich
Murphy í leik með Ipswich
Mynd: Getty Images
Newcastle hefur ákveðið að selja Daryl Murphy til Nottingham Forest en kaupverðið er 2 milljónir punda.

Samkvæmt heimildum Sky er Murphy nú þegar búinn að fara í læknisskoðun en hann flaug heim frá æfingaferð Newcastle í Dublin í gær.

Murphy mun skrifa undir þriggja ára samning en hann á að leysa Britt Assombalonga af en hann gekk til liðs við Middlesbrough í vikunni.

Murphy er 33 ára gamall og gekk til liðs við Newcastle síðasta sumar frá Ipswich en náði ekki að sanna sig í svarthvíta búningnum. Hann lék 15 leiki í Championship deildinni og skoraði fimm mörk.

Tímabilið 2014/15 var Murphy markahæstur í Championship deildinni með 27 mörk en þá lék hann með Ipswich.

Murphy er fimmti leikmaðurinn sem kemur til Forest í sumar en hann hefur leikið 23 landsleiki fyrir Írland.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner