Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   fös 21. júlí 2017 07:30
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Marko Arnautovic á leið í læknisskoðun hjá West Ham
Arnautovic er að yfirgefa Stoke
Arnautovic er að yfirgefa Stoke
Mynd: Getty Images
Marko Arnautovic mun fara í læknisskoðun og ræða samninga við West Ham í dag samkvæmt heimildum Sky.

Talið er að Arnautovic muni verða hæst launaðasti leikmaður félagsins og skrifa undir fimm ára samning.

Kaupverðið á honum er talið vera um 25 milljónir punda en Stoke hafði neitað tveimur tilboðum West Ham í hann.

West Ham vill ganga frá samningnum sem allra fyrst svo hann komist með félaginu til Þýskalands í æfingaferð.

Ef austurríski landsliðsmaðurinn ákveður að semja við West Ham verður hann þriðji leikmaðurinn til þess að ganga til liðs við félagið í sumar. Hinir eru Pablo Zabaleta og Joe Hart.

Ekki missa af Super match á Laugardalsvelli
Manchester City og West Ham mætast á Laugardalsvelli klukkan 14:00 föstudaginn 4. ágúst. Kræktu þér í miða á midi.is.
Athugasemdir
banner
banner
banner