Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 21. júlí 2017 09:15
Magnús Már Einarsson
Barcelona býður í Coutinho - Aurier til Man Utd?
Powerade
Philippe Coutinho.
Philippe Coutinho.
Mynd: Getty Images
Aurier er orðaður við PSG.
Aurier er orðaður við PSG.
Mynd: Getty Images
Það er nóg í gangi í ensku slúðurblöðunum á þessum fína föstudegi.



Mónakó hefur hafnað 44,5 milljóna punda tilboði frá Manchester City í vinstri bakvörðinn Benjamin Mendy (23). Mónakó vill fá 54 milljónir punda fyrir Mendy. (Daily Mail)

Manchester City ætlar að kaupa hægri bakvörðinn Danilo frá Real Madrid í dag. (Marca)

Barcelona hefur boðið 72 milljónir punda í Philippe Coutinho (25) hjá Liverpool. Reikna má með að Liverpool hafni tilboðinu. (Daily Mail)

Liverpool segir að það sé tímaeyðsla hjá Barcelona að reyna að fá Coutinho í sínar raðir. (Liverpool Echo)

Forráðamenn Arsenal eru bjartsýnir á að Mesut Özil (28) skrifi undir nýjan samning. (Sun)

Manchester United ætlar að reyna að fá hægri bakvörðinn Serge Aurier (24) frá PSG á 25 milljónir punda. Ólíklegt er hins vegar að Fabinho (23) komi til United frá Mónakó. (Independent)

Unai Emery, þjálfari PSG, hefur staðfest að Aurier vilji fara frá félaginu. (Metro)

Jack Wilshere (25) er tilbúinn að fara til West Ham ef félagið nær samkomulagi um kaupverð við Arsenal. (Daily Star)

Tottenham ætlar að fylgjast með stöðu Riyad Mahrez hjá Leicester. Tottenham vill hins vegar ekki að bjóða 50 milljónir punda eins og Leicester vill fá fyrir Mahrez. (Standard)

Crystal Palace ætlar að koma með nýtt tilboð í Calum Chambers (22) varnarmann Arsenal eftir að 16 milljóna punda tilboði var hafnað. (ESPN)

Manchester United hefur ekki ennþá náð samkomulagi við Inter um kaupverð á Ivan Perisic (28) kantmanni Inter. (Daily Mirror)

Arsenal og Tottenham vilja fá Jadon Sancho (17) kantmann Manchester City. (Independent)

Marko Arnautovic (28) verður launahæstur í sögu West Ham þegar hann gengur í raðir félagsins frá Stoke í dag. (Daily Express)

Stewart Downing (32), kantmaður Middlesbrough, gæti verið á leið til Birmingham. (Gazette)

Newcastle ætlar að selja miðjumanninn Daryl Murphy (33) til Nottingham Forest á tvær milljónir punda. (Sky Sports)
Athugasemdir
banner
banner
banner