Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   fös 21. júlí 2017 09:35
Magnús Már Einarsson
Klopp um Coutinho: Þið vitið svarið mitt
Ekki til sölu.
Ekki til sölu.
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, segir að Philippe Coutinho sé ekki til sölu í sumar. Coutinho hefur verið orðaður við Barcelona en fréttir af borist af því að spænska félagið sé tilbúið að borga meira en 70 milljónir punda fyrir hann.

„Þetta er áhugaverð spurning því að þið vitið svar mitt áður en þið spyrjið," sagði Klopp þegar fjölmiðlar spurðu hann út í Coutinho.

„Ég hef ekkert um þetta að segja. Þessar fréttir ykkar (um áhuga Barcelona) komu án þess að ég væri búinn að segja neitt svo af hverju ætti ég að trufla þetta?"

„Gerið það sem þið viljið með þessar fréttir. Ég hef ekki áhuga. Við viljum hins vegar halda þessum hóp saman."


Coutinho gerði nýjan samning við Liveprool í janúar en fjölmiðlar ýttu áfram á Klopp á fréttamannafundi í Hong Kong í nótt. Klopp var spurður hvort Coutinho sé einfaldlega ekki til sölu.

„Já, þið getið sagt það. Það eru samt ekki skilaboð frá því í morgun eða í gær. Ég held að þetta hafi aldrei verið neitt öðruvísi," sagði Klopp.

„Phil er virkilega mikilvægur leikmaður en við þurfum að bregðast betur við þegar hann er ekki á vellinum."

„Hann missti af nokkrum leikjum á síðasta tímabili og þegar hann kom til baka var hann ekki í besta forminu til að komast strax aftur í gang."

Athugasemdir
banner
banner