Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 22. júlí 2017 10:00
Magnús Már Einarsson
Hin Hliðin - Emil Ásmundsson (Fylkir)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Reglulega í sumar sýna leikmenn á sér hina hliðina hér á Fótbolta.net.

Í dag er það Emil Ásmundsson, miðjumaður Fylkis, en hann var valinn leikmaður umferða 1-11 í Inkasso-deildinni.

Fullt nafn: Emil Ásmundsson

Gælunafn sem þú þolir ekki: Svo sem ekkert sem ég þoli ekki í dag en þegar ég var lítill var ég kallaður Júlli útaf því ég var með karlmannsjúllur, ég tók ekki vel í það

Aldur: 22 ára

Hjúskaparstaða: Einhleypur

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: 16 ára

Uppáhalds drykkur: Nocco. Nenniði að henda í mig spons, það er orðið vel þreytt að fjármagna þessa neyslu mína.

Uppáhalds matsölustaður: Krispy Kreme og Skalli Árbæ

Hvernig bíl áttu: Keyri um á eldrauðum Volkswagen up!

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Shameless og svo grenjaði ég mikið yfir 13 Reasons Why

Uppáhalds tónlistarmaður: Kendrick Lamar, J Cole, A$AP, Drake, Migos, Lil Uzi Vert, 21 Savage, Future, Joey Bada$$, Hnetusmjör eru keeping it real bang bang

Uppáhalds samskiptamiðill: Snapchat

Skemmtilegasti “vinur" þinn á Snapchat: “sarpurinn” eða Sarpurinn and chill

Hvað viltu í bragðarefinn þinn: bara nóg af nammi og hættiði að nískupúkast með það

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: “út með þig”

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Liðin á landsbyggðinni finnst mér ekki spennandi

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Anthony Martial

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Enginn sérstakur en mér finnst allir óþolandi ef ég tapa fyrir þeim

Sætasti sigurinn: Að komast á EM á U17

Mestu vonbrigðin: Falla úr Pepsi í fyrra

Uppáhalds lið í enska: Liverpool

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Styrmir Erlendsson í ÍR

Fyrsta verk ef þú yrðir formaður KSÍ: Leyfa bjór í stúkunni

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Orri Hrafn Kjartansson, vel sexy leikmaður sem þarf að hafa auga með í framtíðinni

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Bjarki Ragnar Sturlaugsson, myndi skipta yfir í hitt liðið fyrir eina nótt með honum

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Tinna Bjarndís, gaddem

Hver er mesti höstlerinn í liðinu: LandsliðsOrri

Uppáhalds staður á Íslandi: Árbærinn

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Það var í u21 leik með Brighton á móti Millwall, Sjón er sögu ríkari

Hvað er það fyrsta sem þú gerir þegar þú vaknar: Pissa og kúka

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Nei eiginlega ekki

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Nike Hypervenom

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Var ekki lélegur í neinu sérstöku en gat verið erfiður í almennri hegðun í tímum

Uppáhalds Eurovision lag frá upphafi: Frakkland Allez ola ole

Vandræðalegasta augnablik: Eftir að hafa fengið rautt spjald á móti KA braut ég rúðu inn í búningsklefanum, sá strax eftir því og sat með skottið milli lappana þegar húsvörðurinn mætti öskureiður inn í klefann.

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju: Kónginn sjálfan Valdimar Þór Ingimundarson, tryggingarsölumanninn Axel Andra Antonsson og Ásgeir Börk Ásgeirsson til að leggja þá í einelti. Ég myndi aldrei vilja fara heim

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Ekkert merkilegt hérna
Athugasemdir
banner
banner
banner