Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   fös 21. júlí 2017 12:07
Magnús Már Einarsson
Guardiola orðlaus eftir frumraun 17 ára stráks
Phil Foden (til hægri).  Næsta stórstjarna?
Phil Foden (til hægri). Næsta stórstjarna?
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, gaf hinum 17 ára gamla Phil Foden tækifæri í byrjunarliðinu í 2-0 tapinu gegn Manchester United í nótt.

Foden þakkaði traustið með því að spila mjög vel á miðjunni þrátt fyrir tap City. Foden hefur verið hjá City frá sex ára aldri og Guardiola var orðlaus yfir frammistöðu hans.

„Ég á engin orð. Ég myndi vilja hafa orðin til að lýsa því sem ég sá. Það er langt síðan ég sá eitthvað þessu líkt," sagði Guardiola eftir leik.

„Þið eruð heppnir að hafa séð fyrsta leikinn hjá þessum náunga með Manchester City."

„Frammistaða hans var í öðrum gæðaflokki. Hann er 17 ára City maður sem ólst upp í akademíunni og elskar félagið. Hann er stuðningsmaður City og fyrir okkur er hann gjöf."

„Hann æfir áfram með okkur á undirbúningstímabilinu og kannski verður hann í hóp á tímabilinu því að hann er sérstakur."


Ekki missa af Super match á Laugardalsvelli
Manchester City og West Ham mætast á Laugardalsvelli klukkan 14:00 föstudaginn 4. ágúst. Kræktu þér í miða á midi.is.
Athugasemdir
banner
banner